Fiðringur magnast…

Jubb. Tókum smá session og erum búin að bóka húsbíl á Nýja Sjálandi (újeee) og örfáar hostelnætur, t.d. fyrstu tvær næturnar í Nairobi. Á hostelinu sem okkur langaði mest á var hægt að velja um að sofa í herbergjum eða …wait for it … luxury TENTS! hehehe. Okkur fannst hins vegar of dýrt að gista í tjaldi (dásamlegt…) svo við völdum bara ódýrasta hostelið sem við fundum.

Þúsund þakkir til allra sem hafa sent okkur góð ráð og hjálpað til með öðrum hætti, við erum ansi rík … en vissum það reyndar fyrir. Extraknús dagsins fá svo snillingurinn hann Arnar og hans fólk í London, sem ætla að hýsa okkur fyrstu tvær næturnar :)

…Skýjakljúfarnir í Nairobi eru af ýmsum gerðum :D

Sum ykkar vita eflaust ekki að við erum ekki bara að pakka í bakpokana, heldur missum við íbúðina okkar núna um mánaðamótin svo þessa dagana erum við að troða búslóðinni í kassa og herlegheitin verða flutt í geymslu á laugardaginn. Þegar við komum heim í maí mun okkur því vanta leiguíbúð, helst í grennd við miðbæinn í Reykjavík, svo endilega hafið eyru og augu opin með okkur.

Best að henda í tvo kassa eða svo.

Ást og gíraffar!

Hrund

3 ummæli

 1. Sunna
  25. janúar 2012 kl. 12.05 | Slóð

  Hey, ég gisti einmitt einu sinni í luxury tent í safari í Kenya. Það var nokkuð spes upplifun. Tjaldið var stærra en miðlungs hótelherbergi, aparnir léku sér fyrir utan og rétt við tjaldbúðirnar var vatnsbólið þar sem dýrin nærðust við live audience úr útsýnisturni.

 2. Daníel Starrason
  29. janúar 2012 kl. 23.52 | Slóð

  Eru gíraffar til í alvörunni?

  Ég treysti ykkur til þess að finna þetta út í ferðinni.

 3. Hrund heimsálfur
  30. janúar 2012 kl. 0.03 | Slóð

  Þetta hljómar vel Sunna, I’m on it ;)

  Danni… þú færð svör í maí. Þau skulu verða krassandi!!! :D