Álfatár…og gleði :D

Ok.

Við þurftum að flytja búslóðina … Reykjavík fennti í kaf.

Ég þurfti að klára að búa til eitt stykki tímarit (ég ritstýri Mannlífi, fyrir þá sem ekki vita) … tölvukerfið í vinnunni dó á versta tíma og var niðri í heilan dag.

Við leggjum í’ann á morgun (já, Á MORGUN!!!) … undirrituð er búin að næla sér í veirusýkingu og er nær gjörsamlega raddlaus.

Vitur maður sagði eitt sinn að fall væri fararheill. Þetta hlýtur að verða epískt frábær ferð :D :D :D

Dagurinn í dag hefur farið í að fylla á knúsbirgðirnar, ólyginn heldur því fram að sést hafi glitta í tár af álfakyni ;)
Fjölskylda og vinir hafa dekrað okkur í spað og hjálpað til á ótal vegu; ég þarf ekkert að segja ykkur hver þið eruð en þið eruð gull. GULL!!! Það er ótrúlega ljúf tilfinning að halda í ævintýrareisu en finna þó fyrir tilhlökkun gagnvart heimkomu … okkar bíður dásamlegt fólk.

Áfram á væmnu nótunum.

Þegar elsku Sunna systir dó hét ég því að leggja mig fram um að lifa lífinu og njóta þess í hennar minningu. Lifa í takt við lífsgleðina sem hún smitaði út frá sér. Lifa fyrir tvo.

Þetta ferðalag er liður í að standa við þetta loforð, gagnvart sjálfri mér og henni. Það er góð tilfinning að koma hlutunum í verk og láta draumana rætast.

Væmni lokið (í bili;) ).

Flestir sem við höfum kvatt hafa endað á að biðja mig að blogga sem oftast … við förum tölvulaus en ég mun skella inn sögum eða kveðjum hér þegar ég kemst á netið. Mér finnst æðislegt að sjá hvað síðan fær strax mikil og skemmtileg viðbrögð og hvet auðvitað alla sem líta við að skilja eftir kveðjur í kommentakerfinu, það er svo miklu meira gefandi að blogga þegar maður veit að bullið í manni er lesið ;) Og eitt praktískt atriði, eeeef þið kommentið, notið þá endilega fullt nafn eða eitthvað sem einkennir ykkur, því oft þekkir maður nokkra með sama fornafni og veit þá ekkert hver er að skilja eftir kveðju ef aðeins það er notað.

Knús á línuna, sjáumst í maí!

Álfur út (bókstaflega!):D

Let's go!

 E.s. Ég tók þessa sjálfsmynd í fyrra en finnst hún viðeigandi núna … time waits for nobody og allt það ;)

11 ummæli

 1. Halldóra Anna
  30. janúar 2012 kl. 0.59 | Slóð

  Knús á ykkur bæði - veit að ferðin verður sjúklega mögnuð upplifun. Ykkar verður saknað úr vinnunni og fyrir ykkur verður skálað og það örugglega oftar en einu sinni ;)

  Knús á ykkur bæði (”;)

  - HAH

 2. Anna Þorbjörg
  30. janúar 2012 kl. 8.19 | Slóð

  Elsku Hrund, ekkert smá flott hjá ykkur að hella ykkur í svona ævintýri. Njótið sem best :)
  Bestu kveðjur frá Berlín

 3. Harpa hansHinnakokks
  30. janúar 2012 kl. 12.11 | Slóð

  Góða ferð til ykkar! :) Þetta er yndislegast í heimi, en ef þið farið til Buenos Aires, haldið þá fast í veskin ykkar á RioBamba götu ;) sérstaklega ef þið eruð í miðjum salsasporum!

 4. 30. janúar 2012 kl. 12.52 | Slóð

  Snilld á snilld ofan :) Svo gott að ná að knúsa þig í gær. Pínu sad að sjá borðið þitt í vinnunni…buhuhu :) Og hér er ég með tvo piparsleikjóa og neyðist til að borða þá báða sjálf. *tut tut tut*

 5. Auður Björg Jónsdótt
  30. janúar 2012 kl. 13.02 | Slóð

  Risa stórt “like” á lífsmottóið þitt! Mér finnst líka skína af þér lífsgleðin :)

  Hlakka til að lesa næsta póst!

 6. Vala Ósk
  30. janúar 2012 kl. 14.30 | Slóð

  Þú ert sko svo sannarlega að lifa lífinu lifandi Hrund! Góða ferð og skemmtun og allt það til ykkar beggja. Verð samt að segja að það er náttúrulega stór hola í planinu ykkar að heimsækja mig ekki í Istanbúl…too bad. ;)

  Later!

 7. JÓLASTRYMPA SÆTA
  30. janúar 2012 kl. 15.04 | Slóð

  Góóóóða ferð ljúflingar. Njótið. Ég á eftir að hugsa svo mikið til ykkar og velta fyrir mér hvað epík sé í gangi þá stundina :)

 8. Heimsalfar
  3. febrúar 2012 kl. 15.47 | Slóð

  Takk Harpa… !
  Sola … eg var ad enda vid ad kaupa einhvern undarlegan jogurtsleikjo, mun hugsa til thin etandi hann.
  Vala… Evropa er ekki med, hihi

  KNus a alla!!!!

 9. 4. júní 2012 kl. 21.08 | Slóð

  deaf0 eru til sex fiskibollur ed edsske1pnum sem fearf af0 elda. dee6r eru e1 sedf0asta snfaning.Svo er ledka til srrkyskeutur sveskkjugrautur og rjf3mi og feaf0 er til eplagrautur ed efstu hillunni ed edsske1pnum. Ef fefa vilt feaf0 ekki fee1 er til Cocoa Puffs og undanrenna.Buon appetita.

 10. 5. júní 2012 kl. 13.44 | Slóð

  NkaBc5 hvjpcrzflpqz

 11. 6. júní 2012 kl. 1.04 | Slóð

  kSVk2w iruuvmonnvqq