No habla Espagnol!

Ok… Bolivia var rosi! Eftir klukkutima rod vid landamaerin til thess eins ad stimpla okkur ut ur Chile tok vid klukkutima akstur ad landamaerum Boliviu, sem voru bara eitt litid hus uti i midju einskismannslandi, med tveimur gomlum korlum sem fannst rosa fyndid ad vid vaerum fra Islandi og endurtoku tad i sifellu. A spaensku audvitad. I Boliviu talar folk EKKI ensku. EEEEKKKKKIIIIII.

Ekki!

Vid vorum ljonheppin og lentum i finasta hopi af ferdafelogum; vid Oskar, thyskt par og Chile-iskar vinkonur sem toludu baedi ensku og thysku. Snilld! Ja og gedklofa bilstjori sem var ymist blidur sem lamb eda hestpirradur og hropandi VAMOS ut af ollu og engu. Vorum sjo i “atta” manna bil… ef tharna hefdu setid atta manns tha hefdi… tjah… tharna hefdu aldrei setid atta manns.

VAMOS.

A leidinni ad landamaerunum fekk eg massiva hellu sem gaf fyrirheit um thad sem koma skyldi. Haekkunin var or (thott San Pedro sem vid ferdudumst fra vaeri i 2440 metra haed!) og hopsins beid umtalsverd haedarveiki. Undirritud fekk harkalega ad finna fyrir henni fyrstu tvo dagana med olysanlega vidbjodslegum hofudverk, ondunarerfidleikum og fleiri skemmtilegheitum, en tho ekki eins illa og ein ur 20 manna hopnum sem vid vorum i samfloti med (nokkrir bilar med svona lika hressum bilstjorum… VAMOS!), sem gret bara greyid af vanlidan og skilningsleysi a thessari furdulegu lidan. A degi tvo var undirritud farin ad thiggja ad sjuga kokainlauf en thad verdur lika ad segjast eins og er ad a theim timapunkti hefdi eg thegid hvad sem var, hefdi einhver sagt tad eiga ad gera gagn gegn thessari ferlegu vanlidan. “Heroinsprauta? Uhhh… JA TAKK!”

Ok, ekki alveg. En samt.

Thennan fyrsta dag skodudum vid White lagoon (frosid), Salvador Dali valley (hann maladi mynd thar), hverasvaedi (sem a ekki rod i thau islensku) og forum i hlyja natturulaug, sem vid mattum samt bara vera i i 10-15 minutur til ad likaminn ofthornadi ekki og haedarveikin yrdi enn verri. Kosytaem, hehehe. Laugin var unadsleg en vedrid KALT svo thrjoski hluti hopsins atti kaldar minutur vappandi um a bikinium og sundskylum tharna uti i audninni… en algjorlega thess virdi. Mega! Forum eftir thetta ad gististadnum okkar sem var “refugee” (nafn med rentu!) uti i fjallaaudninni, en attum fyrst ekki ad fa neina gistingu. Sikatu bilstjorarnir fundu tho einhver herbergi a endanum og vid fengum pylsur ur sjalfdaudu rottukjoti i hadegismat. Ommnomm, hehehe. Eftir matinn forum vid ad Red lagoon thar sem er haugur af flamingofuglum og tvilik fegurd!!! Thad er otrulega erfitt ad lysa svona magnadri upplifun eins og thessari ferd i stuttu bloggi sem tharf ad skrifast hratt a hosteli med tveimur tolvum sem margir vilja sifellt nota… svo tid verdid bara ad fylla i eydurnar sjalf, guggla og bida eftir myndum, hehe. Thetta voru bysna erfidir dagar a koflum (haedin, kuldinn, throngur bill, holottir vegir sem parast einfaldlega ekki vel med dundrandi hofudverk o.s.frv.) en samt DASAMLEGIR!

Vid forum mest upp i 5000 metra haed (eg minni pent a ad Hvannadalshnjukur slefar yfir 2100 metrana…) og hofdumst mikid til vid i 3500 til 5000 metrunum thessa 4 daga. Svefntoflurnar sem eg hef lumad a alla ferdina en ekki viljad taka komu ser afar vel. Afar.

Nuh… dagur tvo. Tha skodudum vid Stone tree og fleiri magnadar klettamyndanir, Deep lagoon, Bad smell lagoon og valley des rochas. Og talandi um magnadar klettamyndanir… thar var klettur sem var ALVEG EINS og kvenkynfaeri!!! Thyska parinu fannst hann reyndar eins og orn ad hefja sig til flugs thegar eg benti theim a thetta but what the bleep do they know. VAGINA it was, hahahahahaha

A ferd okkar um afskekktar boliviskar fjallalendur saum vid heilmikid af lamadyrum og skyldum dyrum og einn daginn atum vid thau, sei sei ja. Thau voru ansi seig undir tonn en tho skomminni skarri en isbjarnakjotid sem eg at i fyrra, hehehe. Thad var merkilegt ad koma til Boliviu, heimsaekja litil thorp og eiga samskipti vid folkid tvi mer hefur sjaldan eda aldrei lidid eins mikid eins og eg vaeri ovelkomin. Thetta folk er otrulega ovingjarnlegt upp til hopa en konurnar, serstaklega thaer sem eldri eru, eru ogedslega flottar… nanast eins og ofvaxnar thjodbuningsdukkur med sinar rassidu flettur, allt of litlu pipuhatta og litriku pils! Folkid vill lika alls ekki lata mynda sig, sem gerdi ljosmyndun frekar trikki bisniss, og gerdist eg sek um “ad stela salu” nokkurra grandalausra kerlinga. Skamm Hrund.

Bolivia er fataekasta land Sudur-Ameriku og madur finnur a folkinu hvad thad er biturt… eda afbrydisamt jafnvel, ut i tha sem hafa tad betra en tad. Chile-isk vinkona okkar sagdi okkur t.d. ad folkid thar hatadi nagranna sina i Chile, vegna munar a lifsstandard, en samt skynjar madur engan vilja i Boliviu til ad baeta kjorin. Turistar eru t.d. kjorin brad og folkid vildi vissulega selja okkur dot og drasl, en bros eda vingjarnleg kvedja var sjaldsedur fjarsjodur. Thetta folk lifir lika mjog erfidu lifi; tharna er oft iskalt, naer alltaf oendanlega thurrt og solin bakar allt. Erfitt… en natturan er storkostleg!

Tridja daginn voknudum vid klukkan halffimm um nottina til ad keyra ut a saltsletturnar og sja solarupprasina thar. Salar de Uyuni eru staerstu saltslettur i heimi og thaer stodu algjorlega fyrir sinu, gjorsamlega olysanleg lifsreynsla ad sja drifhvita, mynstrada jordina teygja sig endalaust i allar attir og renna i hyllingum saman vid heidblaan himininn. Svona hlytur manni ad lida i himnariki… nema thar er sennilega adeins hlyrra, hehehe.

Bilstjorinn var ekki faanlegur i neitt VAMOS, heldur thurftum vid ad hanga a sama stadnum i naestum fjora tima tvi hann sagdi bilinn nanast bensinlausan. Uhh, ok… tha forum vid bara i handahlaup, og gongutur, og bordum morgunmat, og finnum frosin fidrildi i saltinu (Oskar audvitad!) og tokum myndir og tokum fleiri myndir. Og adeins fleiri myndir.

Vid skodudum lika hotel thar sem allt er gert ur salti (en er haett i notkun vegna erfidleika med salernisadstodu, heheheh), salt”namur” (litlir holar af salti sem fjolskyldur saekja og selja i smaum stil) og forum i handavinnuthorpid Colchani, thar sem a ad giska tvo hundrud ara gamall madur rukkadi mig um a ad giska fjorar kronur fyrir ad fa ad nota a ad giska tvo hundrud ara gamalt “klosett”. Like :) Vid skodudum lika lestarkirkjugard (not impressive…) og fengum ad vita ad kannski kaemumst vid bara ekkert til baka strax tvi tad vantadi bensin. Thad var einfaldlega ekki til tharna thennan dag og ekkert vid tvi ad gera. “…. uhhhh… ok… tvaer okkar verda reyndar ad na flugi og thid vissud alveg ad vid thyrftum ad komast til baka i dag og vid vorum buin ad borga fyrir thad, en allt i lagi. Vid forum tha bara i hakkisakk og etum lamakjot.”

Thetta reddadist tho (thott einn hopurinn hefdi thurft ad breyta sinum plonum vegna bensinskorts) og vid keyrdum af stad aleidis til San Pedro. Thurftum ad gista i odru refugee sidustu nottina og thar, i midri audninni, i koldu leirhusinu eda whatevs, gatum vid komist i STURTU. Og wait for it….. HEITA STURTU!!! Eg hef sjaldan ordid eins hissa og eins anaegd yfir litlum hlut. Je. Sus. Minn!

A thessum timapunkti i ferdinni var eg farin ad tala ensku vid Oskar, ovart. Honum fannst thad i frasogur faerandi, hehehe.

Thott landamaeraeftirlit her se strangt komumst vid vandraedalaust til baka og kvoddum hopinn okkar med lofordum um ad halda sambandi. Gott folk sem bondadi a kvoldin i gegnum “Hver er eg?” leikinn goda, og thess ma geta ad undirritud var t.d. Pocahontas og Maradona. Mjog gott.

Vid forum aftur a sama hostel og naest a dagskra var ad tvo fotin sem buid var ad nota samfleytt i fjora daga (mmmmm…..)… kuldinn i ferdinni kom adeins aftan ad okkur, hehe. Lyktin af gongusokkunum minum var omannlega vond og hefdi eg eflaust getad veitt lamadyr i kvoldmatinn med tvi einu ad lata thau thefa af sokkunum.

Eg gerdi thad samt ekki.

Vid hofdum tharna einn og halfan dag i San Pedro og reyndum ad nyta tha vel enda hafdi einu ferdinni okkar i fyrra skiptid verid frestad vegna sandroks. Um kvoldid forum vid i stjornuskodunarferd, enda eru skilyrdi til stjornuskodunar tharna med olikindum god og rett hja San Pedro er eitthvert ofurstjornuskodunarverkefni i gangi. Menntaskolakennsluraedan um ALLT a himninum var i lengra lagi fyrir orthreytta Hrund en stjornukikjarnir voru ekkert minna en magnadir og vid saum t.d. Saturnus, Mars og tunglid i ollu sinu veldi. Fengum svo heitt kako… sko, HEITT SUKKULADI, eins og amma myndi rettilega kalla thad. Namm.

Thess ma geta i ospurdum ad tharna, eftir allan kuldann og thurrkinn, voru hendurnar a mer bunar ad mynda edluhreistur og get eg mer thess til ad tilhugsunin se afar sexy. Thetta var lika afar thaegilegt *host*. Um svipad leyti var tanid lika naer endanlega buid ad lata i minni pokann fyrir islenska kriuskitslitnum sem vid munum skarta vid heimkomu. Med stolti.

*host*

(To do list: Finna solbadsstofu…)

Nu, sidasta daginn attum vid pantad i sandboarding (sandbretti, svipad snjobretti…) og ad skoda The Moon Valley og salthella. Thegar vid maettum kom i ljos ad vid vorum bara ekkert a leid i neitt nema sandboarding, thott vid vaerum thegar buin ad borga fyrir allt hitt lika. Billinn var biladur og vid bara oheppin; thannig rulla hlutirnir bara her, hehehe.

Sandboarding var OGEDSLEGA skemmtilegt og einhvern veginn gleymdi eg bara alveg threytunni og for ferd eftir ferd eftir ferd… og eg tharf varla ad taka fram ad tharna er engin “skida”lyfta, hehe. Eg held ad brettafiknin se ad taka yfir; brimbretti, sandbretti… next up: snjobretti? :)
Saum lika solarlagid yfir The Moon Valley adur en sidasta nottin i Chile maetti a svaedid.

Naesta dag var tad 11 tima ruta til Salta i Argentinu (naer engin stopp), gisting i Salta (othrifalegasta og havadasamasta hostel i heimi) og svo 22 tima rutuferd til Buenos Aires (naer engin stopp)! Tha nott svafum vid sem sagt i rutunni og viti menn, undirritud (sem er thekkt fyrir ad vera kulvisasta manneskja nordan midbaugs…og sunnan!) ruddi ser um midja nott leid inn i stjornklefann og kvartadi undan HITA. A SPAENSKU! hihihi
Eftir thessar tholraunir vorum vid samt bara hin hressustu… eda, tid vitid, svona tvi sem naest :) Verdlaunudum okkur fyrir uthaldid med vaenni nautasteik og raudvini fyrsta kvoldid i Buenos Aires;)

Sunnudagurinn for i hinn liflega og risastora utimarkad a La Defense gotunni, en thann vikudag er gotunni lokad og allir reyna ad selja ollum allt! Roltum um lungann ur deginum og svo thegar markadinum lauk var settur upp dansdukur a einu torginu og allir mattu skella ser i villtan tangodans. Eins og madur gerir.

Thad var otrulega gaman ad sja folk af ollum staerdum og gerdum svifa um dansgolfid i sunnudagskvoldgolunni; fotalunir afar og blodheitar kerlingar gafu ungdominum ekkert eftir enda er thetta djupt samofid i menninguna og tjah, aefingin skapar meistarann, ekki satt? :) Eftir thetta saum vid svo heilu fylkingarnar af ekki minna blodheitum trommurum arka um gotuna sem markadurinn var a fyrr um daginn og med i for voru hopar af stelpum og konum sem hristu mjadmirnar ad Sudur-Ameriskum sid. Gedveikt… !

Manudagurinn var afmaelisdagur og tha skruppum vid til Uruguay i dagsferd. Basic :)

Forum sem sagt til borgarinnar Colonia, thar sem gamli baerinn er merkilega vel vardveittur fra timum Spanverja og Portugala thar. Otrulega rolegur baer og vid nutum thess bara ad rolta um, leggja okkur i grasinu, skoda handverk og eiga eftirminnilegan afmaelisdag. Oskar hafdi fengid gjof adur en vid logdum i hann i januar og thad reyndist gjorsamlega vonlaust fyrir mig ad skipuleggja eitthvad snidugt fyrir hann a ferdalagi thar sem taskan er full (og hann ser allt sem er i henni) og vid vissum ekkert hvar vid yrdum a afmaelisdaginn fyrr en hann var nanast runninn upp, svo honum var bara bodinn matur og knus i tilefni dagsins. Not too shabby held eg samt :) Vorum tho bitin i drasl thennan dag og audvitad er eg komin med ofnaemisvidbrogd ( ad tvi er virdist) i sum bitin. Vei, hahaha.

Vid erum sidan buin ad taka Buenos Aires i nefid… skoda bleiku hollina thar sem forsetinn byr og Eva Peron (Evita) helt fraega raedu og song af svolunum; skoda magnadan kirkjugard thar sem hun hvilir medal skurka og hetja og bara almennt ganga af okkur lappirnar med augun opin og myndavelarnar a lofti :) I dag forum vid svo i El Ateneo sem er storkostleg bokabud (google it!) og thar fekk nordid i mer… thad. ;) Erum ad leita ad ibud til ad bua i og eg er ad spa i ad flytja bara logheimilid i thessa bokabud. Va sko!

Jubb, einn dagur eftir i Argentinu, einn flugdagur (13 tima flug takk fyrir pent), 2 dagar i London og svo er tad bara Island. Ahhh… Island :)

Vid hlokkum svakalega til ad hitta alla aftur og mer hlynadi allsvakalega um hjartaraeturnar i dag thegar eg fretti ad “Hund Óhgar i fluve lant burt”…jabb, brodursonarperlan min er sem sagt ordin naer altalandi og ekki seinna vaenna ad drulla ser heim og spjalla vid elsku maurinn!

Thannig ad… SJAUMST! :D
Alfurinn

15 ummæli

 1. Anna Soffia Oskarsdo
  10. maí 2012 kl. 8.06 | Slóð

  Þessi lesning gengur fyrir fréttablaðinu!
  Verður gott að sjá ykkur aftur :)

 2. ÓP mamsan
  10. maí 2012 kl. 8.11 | Slóð

  Gott að þið eruð kuldavön aftur, hér er ekki hlítt þessa dagana.
  Verður voða gott að fá ykkur heim en samt hugsar maður innst inni hvað þetta er búið að vera svakalega fljótt að líða, bara búið strax.
  En öll ævintýri taka enda sem betur fer svo það sé hægt að upplifa ný.
  Tillhökkun ríkir allstaðar hér í stórfamilíunni að hitta ykkur.

 3. Oskar
  10. maí 2012 kl. 13.27 | Slóð

  Komandi fra ther sjalfri Anna Soffia, tha er thad gridarlegur heidur ad vera ofar dagblodum i forgangslistandum! :)

  Mamma, jabb, lang fljotustu thrir manudir aevinnar! Hlakka lika til ;)

 4. M-amma
  10. maí 2012 kl. 21.27 | Slóð

  Vá…. hvað þetta hefur verið gaman þó það hafi verið “smá” erfitt. Þetta er ógurlega skemmtileg og lífleg lesning og maður getur alveg ímyndað sér að maður sjái fyrir sér aðstæðurnar. Það verður yndislegt að fá ykkur heim aftur og ég segi nú eins og Snjólaug “þetta hefur verið ótrúlega fljótt að líða”. Sjáumst á þriðjudaginn :-)

 5. Pabbi Þór
  10. maí 2012 kl. 21.39 | Slóð

  Þetta hefur verið alveg magnaður andskoti, hvorki meira né minna. Þessi pistill er sá lang skemmtilegasti sem ég hef lesið um þessa reisu. Og eins og M-amman bendir á, þá sér maður vel fyrir sér aðstæðurnar og getur lifað sig inn í ævintýrið. Við hlökkum öll mikið til að fá ykkur aftur heim.

  Með ástarkveðju frá Þrumuguðinum.

 6. M-amma
  10. maí 2012 kl. 22.49 | Slóð

  Hey - græddi einn dag, sjáumst á mánudag ekki þriðjudag :-) :-) :-)

 7. Elfar
  10. maí 2012 kl. 23.37 | Slóð

  Held það sé tímabært að þið komið heim ef þið eruð farin að tala saman á ensku og Hrund farin að kvarta undan hita

  Knús á ykkur bæði

 8. Oskar
  11. maí 2012 kl. 1.54 | Slóð

  Engar ahyggjur pabbi, hun kvartar lika undan kulda thannig allir eru heilir ad hufi, enntha.

  En ja Thor, thetta a eftir ad taka timann sinn a siast almennilega inn og motast, en lifsreynslan er gridarleg!

 9. Gvaka
  11. maí 2012 kl. 14.41 | Slóð

  Hlakka svo til að sjá ykkur aftur. Verst með brúnkuna samt. Ég heimta heimkomublogg þegar þið eruð lent á klakanum.

 10. 24. maí 2012 kl. 5.37 | Slóð

  Thank you for the blog post. Jones and I have been saving for a new e-book on this issue and your blog post has made all of us to save money. Your thoughts really answered all our issues. In fact, more than what we had thought of prior to when we came across your great blog. I no longer have doubts including a troubled mind because you have really attended to our own needs in this post. Thanks
  HTTP://www.KneeNeckBackPain.com/

 11. 28. maí 2012 kl. 11.22 | Slóð

  Thanks for sharing, it truly is a really informative publish and very helpful for some kind of businesses like mine. I like when I’m looking the world wide web and i come across a site with valuable points like this. Thanks lots for the research, We’ve noted a number of them here so I can use them in a future. Kudos for you and keep up the good blogging perform.

 12. 4. júní 2012 kl. 17.58 | Slóð

  c9g samdi feetta ekki… heldur las feetta conmmet e1 netinu. Tek feaf0 fram af0 e9g er f3samme1la conmmetinu. deetta f3sverk er mjf6g ledklega list.

 13. 4. júní 2012 kl. 21.58 | Slóð

  Hz6Mx1 hxxkmjbzrblu

 14. 6. júní 2012 kl. 0.17 | Slóð

  eXlXmz ffufzrhospeu

 15. 23. júlí 2012 kl. 16.13 | Slóð

  Hello! I realize this is kind of off-topic however I needed to ask. Does operating a well-established website like yours require a massive amount work? I am completely new to blogging but I do write in my diary every day. I’d like to start a blog so I will be able to share my experience and feelings online. Please let me know if you have any kind of suggestions or tips for new aspiring blog owners. Appreciate it!
  HTTP://www.CoolMobilePhone.net