Heima-álfur

Við erum komin heim.

Reyndar er þetta “heim” skilgreiningaratriði því okkur vantar ennþá íbúð, en við erum með samastað og heima er það sem hjartað er… eða þar sem bakpokinn er, eins og mottóið var síðastliðna mánuði ;)

Síðasta daginn í Buenos Aires röltum við um hið litríka Boca hverfi … sem er litríkt bæði á bókstaflegan hátt og í óbeinum skilningi! Eftir að hafa skoðað heimavöll Boca Juniors (sem Maradona spilaði m.a. með á sínum tíma), gónt á litrík húsin, keypt okkur argentínska tangóhatta, drukkið öl (alveg heilan … og fundum á okkur af því!) og horft á smá tangódans, röltum við aðeins lengra inn í hverfið. Lengra frá túristasvæðinu sem sagt. Mér varð fljótlega á orði að þetta hlyti að vera helsta “slömmið” í borginni og hafði varla sleppt orðinu þegar við tókum eftir að lögreglubíll elti okkur löturhægt. Að lokum var bíllinn stöðvaður og sultuslakir lögregluþjónar spurðu okkur: “Spíkí Spaniss?” Þar sem við spíkum ekki spaniss bættu þeir við, nú á ensku: “Do you know this area?” Við gátum ekki beint svarað því játandi og var þá bent pent á að þetta væri “very, VERY dangerous” svæði… svo það voru tveir hatteigandi, léttkenndir túrhestar sem glottu með sjálfum sér en snerust snarlega á hæli og yfirgáfu svæðið. Það hefði verið fullgróft að láta stela af sér myndavélunum (eða eitthvað þaðan af verra) svona síðasta daginn á framandi slóðum :P

Dagurinn eftir fór í klukkutíma taxaferð og svo 13 og hálfs tíma flug sem var tíðindalítið ef frá er talin feita flugfreyjan sem gerði fátt annað en að pirra Óskar…OG HELLA NIÐUR! Þvílíkar aðfarir sko, vá! Við lentum svo í London klukkan sex að morgni en höfðum ekki sofið neitt svo það var aaaaafar vel þegið að komast snemma inn á hostelherbergið og rotast í um fjóra tíma. Restina af helginni var powershoppað í HM og Oxford street gengin í drasl… gríðarinnihaldsrík stórborgarheimsókn sem sagt, hehehe. Eftirminnilegustu kaup mín voru svartur, stór hauskúpusparibaukur… því nú þarf að safna fyrir næstu ferð ;)

Þegar við stigum upp í flugvélina, sem bar nafnið Herðubreið, vorum við ávörpuð á íslensku og í eitt aunablik krossbrá mér eiginlega. Lentum síðan við hliðina á íslensku selebi … litla Ísland. Mér fannst mér bera skylda til að sjá viðkomandi fyrir hreyfingu meðan á flugi stóð og gerði mér því ferð á klósettið úr gluggasætinu mínu, þótt það tæki því nú varla. Þetta var nú bara þriggja tíma flug ;)

Í Keflavík biðu okkar mamma og Ísak, elsku litli yndislegi bróðursonur minn sem ég hafði saknað ogguponsulítið…. og örfá pínkulítil tár ;) Litli herramaðurinn sló flugfreyjunum við og ávarpaði okkur ekki bara á íslensku, heldur með nafni og allt… sem mér finnst nú fjandi gott þar sem gerpið vantar ennþá tæpa fjóra mánuði upp í tveggja ára afmælið og hafði ekki séð okkur í tæpa fjóra mánuði! Dagurinn var yndislegur; knús og sögur, mömmumatur og slatti af uppáhaldsfólki. Dásamlegt!

Mér finnst tilvalið að skella í smá samantekt:

Mánuðir: 3,5
Dagar: 105
Heimsálfur (híhí…): 5
Lönd: 16
Flugferðir: 19 (sú lengsta hátt í 14 tímar)
Rútuferðir: 12 (sú lengsta 24 tímar. Rútuferðirnar voru reyndar mun fleiri ef taldar væru með stuttar ferðir á borð við ferðir til og frá flugvalla o.fl.)
Ferðir með leigubílum, shuttles, lestum, bátum, ferjum og tuk-tuk-um: Óteljandi!
Gististaðir: 51 (stundum gistum við oftar en einu sinni á sama stað svo flutningar á milli staða voru því enn fleiri. Við gistum mest 6 nætur á einum stað og það gerðist bara einu sinni…)

Must-see kvikmyndir eftir ferðina: Bridge over River Quai, Tomb Raider, The Beach, Jurassic Park, Australia, Finding Nemo, Once were Warriors, Whale Rider, Lord of the Rings, Motorcycle Diaries og Evita.

Einkennisklæðnaður undirritaðrar: Aladdin buxur, hlírabolur og tásuskór… síðar íslenskur ullarbolur, íþróttabuxur og léttir gönguskór. (Og já, fötin mín og snyrtidótið er mjög vel þegið á þessum tímapunkti, sem og hárlitunin sem ég nældi mér í í gær. Oft var þörf en nú var…!!!)

Skrýtnasti matur: Sporðdreki, froskur, engispretta, lirfur, kolbrabbi og lamakjöt.

Mataruppgötvun: Þurrkaður ananas, natural eða sykraður. Slúrp!

Uppátæki:
Að synda með höfrungum
Að fara í safaríferð um sléttur Afríku og upplifa dýr gresjunnar í sínu eigin umhverfi
Að dansa með Masaii -fólki í Kenýa
Að fara snemma á fætur til að sjá Kilimanjaro fjallið í morgunsólinni
Að knúsa risaskjaldbökur
Að fylgjast í návígi með fullvöxnum tígrisdýrum úr örlitlu búri sem hefði ekki haldið einu dýri, hvað þá 15 eða hvað sem þau voru nú mörg!
Að sitja á fílsbaki, meðal annars fáklædd úti í ánni Mekong í þeim tilgangi að baða fílinn (fíllinn var þó ekki fáklæddur, hann var nakinn…)
Að sveifla sér í risavaxinni rólu út í á og renna sér svo í hæstu rennibraut ever út í sömu á, eftir um sjö metra fall
Að kafa. Punktur.
Að halda á risastórum kyrkislöngum … og bleyjuklæddum apaketti :)
Að synda með hákörlum
Að fá sér augnháralengingar (mæli ekkert sérstaklega með því, alla vega ekki í Tælandi, hehehe)
Að fara í traditional Lao massage (mæli enn síður með því, nema fyrir forvitna sem lausir eru við ALLAN tepruskap, muhahahahah)
Að fara í fjögurra handa nudd (get hins vegar alveg mælt með því!)
Að prófa bogfimi
Að læra á brimbretti
Að fara í vatnsrennibraut sem skýtur manni úr hálfgerðum geimklefa í nokkurra metra frjálst fall sem fylgt er eftir með lúppu sem skýtur manni nánast í hring
Að láta sig gossa út úr flugvél, úr 12.000 feta hæð
Að gleyma stað og stund í báti inni í stórum helli, fullum af glóandi ormum sem minna helst á glitrandi stjörnur
Að lifa og anda í um og rétt undir 5000 metra hæð í fjóra daga
Að baða sig í bólivískri náttúrulaug í skítakulda
Að renna sér á sandbretti niður stærstu sandbrekku ever
…og allt hitt sem ég er pottþétt að gleyma í augnablikinu!

Undarlegasti “fylgihluturinn”: Gamla, skítuga sturtuhengið sem við áttum að nota sem “sæng” á hosteli í Nairobi.

Óvæntasta ánægjan: Heita sturtan í ískalda no-mans-landinu í fjalllendi Bólivíu.

Mesta þarfaþingið: Höfuðljósið!!!

Versta ákvörðunin: Samlokurnar sem við átum á flugvellinum í Kambódíu og borguðum hátt í 2000 kr fyrir, Á MANN! (Þess má geta að þarna kostar ALLT einn dollara… nema sem sagt þessar samlokur. Og já, þær voru virkilega vondar!)

Fyndnasta tilviljunin: Þegar Óskar slasaði sig, einmitt við óhappahofið í Siem Riep!

Besta setningin : “We are not in the city” (notist ávallt þegar hlutir eru ekki eins og manni finnst að þeir eigi að vera…hahaha)
Eflaust væri hægt að halda þessari upptalningu áfram endalaust en nú ætla ég að stoppa. Minningarnar lifa og standa fyrir sínu, þótt þær standi ekki hér :)
Það er með ólíkindum að þessu ævintýri sé lokið, en eins og Snjólaug sagði, þá verður þeim að ljúka svo að ný geti tekið við. Þetta lýsir ágætlega viðhorfinu sem ég hef reynt að temja mér gagnvart lífinu og ég er sannfærð um að það sem tekur við verði ekki síðra… bara öðruvísi.

Það er eiginlega ekki hægt að ljúka þessu án þess að segja líka eitt stórt TAKK … t.d. við fjölskyldur og vini sem  hjálpuðu okkur að flytja og græja allt sem þurfti að græja í kringum ferðina, við Arnar og Solju, Adda og Narelle sem hýstu okkur og alla hina sem áttu þátt í að hrinda þessu ævintýri í framkvæmd. Við erum rík, það er ansi ljóst.

Að lokum verð ég svo að minnast á myndirnar… já, við vorum með myndavélarnar og já, við erum með um 16.000 myndir sem á eftir að skoða, flokka og vinna. Þetta mun eflaust gerast í rólegheitunum og fara smátt og smátt inn á netið… svo endilega fylgist áfram með ;) Myndirnar mínar verða aðgengilegar á www.flickr.com/_rainbowgirl og Óskars á www.oskarpall.com …einhverjar rata líka eflaust á Facebook.

Þannig að… takk þið sem lásuð, enn stærra takk þið sem skilduð eftir kveðjur.

Heimsálfur kveður, í það minnsta í bili :)
Hrund

7 ummæli

 1. Birgitta Dröfn
  17. maí 2012 kl. 0.07 | Slóð

  Takk fyrir skemmtileg blogg, þið þekkjið okkur örugglega ekki neitt enn erum par sem höfum verið að fylgjast með ykkur ásamt öðrum heimsreisuförum og hefur verið virkilega skemmtilegt að lesa sögurnar ykkar og við höfum fengið fullt af hugmyndum fyrir okkar ferð 2014 svoldið langt þangað til enn samt, fínt að punkta niður strax og láta sig dreyma :) )

 2. M-amma
  17. maí 2012 kl. 15.21 | Slóð

  Frábært að lesa - frábærara álfapar - frábærast að fá álfaparið heim (þar sem hjartað er), í svona líka góðu ástandi :-)

 3. Anna Soffia Oskarsdo
  18. maí 2012 kl. 0.05 | Slóð

  Takk fyrir uppgjörið :)

 4. Hrund
  19. maí 2012 kl. 22.04 | Slóð

  Takk allar saman… og innilega góða skemmtun við að plana ferðina Birgitta, það er stór hluti af stuðinu! ;)

 5. 15. ágúst 2012 kl. 3.01 | Slóð

  I must help you and at first day I have some suggestion for you1. Please don’t tell me or any one Bro but write Brother 2. Don’t write in bailgnsh. Write either in english or in bengali3. Don’t share your email id in public. If you want to contact with me then use the contact page of my site.thank you

 6. 15. ágúst 2012 kl. 6.30 | Slóð

  hpt8sE ekpfxntahkwm

 7. 16. ágúst 2012 kl. 13.33 | Slóð

  ecgDeh qrlaelfkkcej