Ferðaplanið

Ferðaplanið lítur svona út, í grófum dráttum (og sérlega áhugasamir geta dundað sér við að skoða ÞETTA kort:

2012:
30.janúar: Reykjavík-London.

1.febrúar: London- Nairobi, Kenýa.
-þaðan stefnum við á að ferðast til Tanzaníu og Zanzibar auk þess að kíkja í safarí.

21.febrúar: Nairobi- Bangkok, Tæland.
-stefnt á að kíkja til Laos, Kambódíu og hugsanlega Víetnam.

12.mars: Bangkok-Singapore.
-heimsókn til Kuala Lumpur er líkleg. Okkur gæti líka dottið í hug að kíkja til Borneó.

24.mars: Singapore-Balí, Indónesíu.
-Nokkurra daga afslöppun og kannski köfun.

29.mars: Balí- Sidney, Ástralíu.
-Planið er að kíkja kannski líka til Melbourne og auðvitað að ferðast eitthvað um.

14.apríl: Sidney- Auckland, Nýja Sjálandi.
-Hér gæti verið sniðugt að leigja bíl og keyra um landið; smella jafnvel líka einni fimmu á hressa frumbyggja.

22.apríl: Auckland-Santiago, Chile.
-Eigum síðan flug frá Buenos Aires í Argentínu svo annað hvort ferðumst við um og fljúgum þangað, eða ferðumst landleiðina þangað.

11.maí: Buenos Aires-London.

14.maí: London-Reykjavík.

Flugleiðirnar eru sem sagt ákveðnar en ferðaplön að öðru leyti mjög sveigjanleg og allar góðar ábendingar varðandi áhugaverða staði til að heimsækja, must-do activities, hluti sem ber að varast o.s.frv. eru afskaplega vel þegnar; hér eða á hrundth@gmail.com!

Þarna vorum við álfarnir eitthvað að útilegast sumarið 2011.